Færsluflokkur: Bloggar

Áhrif orkudrykkja: þarmaflóra, heili og taugakerfi

Vinsældir orkudrykkja hafa aukist mikið síðustu ár þar sem áhrif þeirra eru gjarnan „hressandi“ en geta jafnframt verið ávanabindandi. Þessir drykkir eru ekki svaladrykkir í venjulegum skilningi og eru í raun hannaðir og framleiddir fyrir fyrirfram ákveðinn markhóp með ákveðin áhrif í huga.1 

 

Allir orkudrykkir eiga það sameiginlegt að innihalda koffín. Reglulegri neyslu þeirra fylgir ákveðin áhætta. Þessir drykkir innihalda ekki meiri orku eða svokallaðar hitaeiningar. Flestir innihalda þeir sætuefni og koffín í óhóflegu magni en einnig önnur virk efni svo sem ginseng eða úrdrátt (e. extract) úr öðrum plöntum. Auk þess er algengt að þessir drykkir innihaldi vatnsleysanleg vítamín og amínósýrur.1 

 

Til eru ýmis form af sætuefnum. Aspartam er eitt form sætuefnis og er búið er til úr tveimur amínósýrum,aspartansýru og fenýlalaníni.2,3 Súkralósi er annað form sem unnið er úr súkrósa (borðsykur) þar sem þremur vetnis-súrefnishópum er skipt út fyrir klórfrumeindir.3 Aspartam er um 200 sinnum sætara en súkrósi en súkralósi er um 600 sinnum sætari en súkrósi.4 Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif aspartams og súkralósa á ýmsa heilsufarslega þætti.2–7

 

Sætuefni og áhrif þeirra á þarmaflóru

Nýlegar rannsóknir sýna að aspartam og súkralósi geta riðlað samsetningu þarmaflórunnar.3,4 Þarmaflóran samanstendur af örverum sem gegna mikilvægu hlutverki varðandi meltingu og almenna heilsu. Þegar aspartam er brotið niður í líkamanum, myndast fenýlalanín, aspartínsýra og metanól sem geta haft skaðleg áhrif á þessar örverur. Það getur leitt til riðlunar á samsetningu þarmaflórunnar (e. dysbiosis).8 Riðluð samsetning þarmaflórunnar getur stuðlað að fjölda heilsufarsvandamála, allt frá meltingartruflunum til truflana í ónæmis- og taugakerfi líkamans.9–16

 

Neysla á súkralósa getur haft slæm áhrif á þarmaflóru heilbrigðra einstaklinga.17 Rannsóknir sýna fram á neikvæð áhrif á blóðsykur, á insúlínnæmi og aukningu á útbreiddum bólgum í líkama.4,5 Súkralósi hefur fundist innan 24 tíma frá neyslu móður í brjóstamjólk. Súkralósinn eykur líkur á að riðlun verði á samsetningu þarmaflóru barnsins.18

 

Sætuefni og áhrif þeirra á þroskun taugakerfis

Rannsóknir á neyslu drykkja sem innihalda sætuefni á meðgöngu sýna aukna áhættu á einhverfu hjá afkvæmum.19 Rannsókn sem náði yfir 235 börn sem greind voru með einhverfurófsröskun borin saman við 121 heilbrigð viðmið sýndi að drengir mæðra sem neyttu að minnsta kosti eins drykks eða jafngildis ≥ 177 mg/dag af aspartami á meðgöngu voru í þrefalt líklegri til að greinast með einhverfu. Þessi tengsl voru þó ekki marktæk varðandi aukna áhættu á einhverfurófsgreiningu hjá stúlkum. Niðurstöðurnar sýna því aukna áhættu á einhverfu hjá drengjum mæðra sem neyta drykkja sem innihalda aspartam á meðgöngu.19

 

Koffín og þarma-heila ás (e. gut-brain axis)

Koffín hefur margvísleg áhrif og verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið.1 Áhrif koffíns veldur útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæði eykst til allra líffæra.20 Einnig hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun.

Neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamlegt og andlegt ástand.2021

 

Þarma-heila ás er tvíátta samskiptakerfi sem tengir meltingarveginn við miðtaugakerfið.22 Koffín getur til dæmis aukið þarmahreyfingar og getur leitt til ýmissa truflana í meltingarvegi.20,21 Ennfremur getur of mikið koffín haft truflandi áhrif á mikilvæg samskipti milli þarma, heila og taugakerfis, svokallaðan þarma-heila ás.23Truflunin á sér stað fyrir tilstuðlan áhrifa á framleiðslu og losun ýmissa mikilvægra taugaboðefna í meltingarveginum. Þessi truflun getur stuðlað að ákveðnum geðhrifum eins og til dæmis kvíða.21,23

 

Í hnotskurn

Þrátt fyrir hressandi áhrifa orkudrykkja til skamms tíma eru langtímaáhrif þeirra skaðleg fyrir heilbrigði meltingarvegar og óæskileg á heila og taugakerfi. Ýmis aukaefni, sérstaklega sætuefni, geta riðlað jafnvægi mikilvægrar þarmaflóru í meltingarveginum sem síðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti þarma, heila og taugakerfis.

 

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um þessi áhrif og þá áhættu sem neysla orkudrykkja hefur.

 

  1. MAST. Orkudrykkir | Matvælastofnun. https://www.mast.is/is/neytendur/faedubotarefni-og-orkudrykkir/orkudrykkir.
  2. Czarnecka, K. et al. Aspartame-True or False? Narrative Review of Safety Analysis of General Use in Products. Nutrients 13, (2021).
  3. del Pozo, S. et al. Potential Effects of Sucralose and Saccharin on Gut Microbiota: A Review. Nutrients 14, 1682 (2022).
  4. Gerasimidis, K. et al. The impact of food additives, artificial sweeteners and domestic hygiene products on the human gut microbiome and its fibre fermentation capacity. Eur J Nutr 59, 3213–3230 (2020).
  5. Risdon, S. et al. Sucralose and Cardiometabolic Health: Current Understanding from Receptors to Clinical Investigations. Adv Nutr 12, 1500–1513 (2021).
  6. K, I. Is the Use of Artificial Sweeteners Beneficial for Patients with Diabetes Mellitus? The Advantages and Disadvantages of Artificial Sweeteners. Nutrients 14, (2022).
  7. Suez, J. et al. Personalized microbiome-driven effects of non-nutritive sweeteners on human glucose tolerance. Cell 185, 3307-3328.e19 (2022).
  8. Conz, A., Salmona, M. & Diomede, L. Effect of Non-Nutritive Sweeteners on the Gut Microbiota. Nutrients 15, (2023).
  9. Gradisteanu Pircalabioru, G., Savu, O., Mihaescu, G., Vrancianu, O. & Chifiriuc, M.-C. Dysbiosis, Tolerance, and Development of Autoimmune Diseases. in Immunology of the GI Tract [Working Title] (IntechOpen, 2022). doi:10.5772/intechopen.104221.
  10. Luca, M., Chattipakorn, S. C., Sriwichaiin, S. & Luca, A. Cognitive-Behavioural Correlates of Dysbiosis: A Review. Int J Mol Sci 21, (2020).
  11. Hrncir, T. Gut Microbiota Dysbiosis: Triggers, Consequences, Diagnostic and Therapeutic Options. Microorganisms 10, 578 (2022).
  12. Martinez, K. B., Leone, V. & Chang, E. B. Western diets, gut dysbiosis, and metabolic diseases: Are they linked? Gut Microbes vol. 8 Preprint at https://doi.org/10.1080/19490976.2016.1270811 (2017).
  13. de Oliveira, G. L. V., Cardoso, C. R. de B., Taneja, V. & Fasano, A. Editorial: Intestinal Dysbiosis in Inflammatory Diseases. Front Immunol 12, 727485 (2021).
  14. Capuco, A. et al. Current Perspectives on Gut Microbiome Dysbiosis and Depression. Adv Ther 37, 1328–1346 (2020).
  15. Hickman, R. A., Hussein, M. A. & Pei, Z. Consequences of Gut Dysbiosis on the Human Brain. in The Gut Microbiome - Implications for Human Disease (InTech, 2016). doi:10.5772/64690.
  16. Wilkins, L. J., Monga, M. & Miller, A. W. Defining Dysbiosis for a Cluster of Chronic Diseases. Sci Rep 9, 12918 (2019).
  17. Méndez-García, L. A. et al. Ten-Week Sucralose Consumption Induces Gut Dysbiosis and Altered Glucose and Insulin Levels in Healthy Young Adults. Microorganisms 10, 434 (2022).
  18. Sucralose. Drugs and Lactation Database (LactMed®) (National Institute of Child Health and Human Development, 2006).
  19. Fowler, S. P. et al. Daily Early-Life Exposures to Diet Soda and Aspartame Are Associated with Autism in Males: A Case-Control Study. Nutrients 15, 3772 (2023).
  20. American Heart Association. Is caffeine a friend or foe? | American Heart Association. https://www.heart.org/en/news/2022/08/08/is-caffeine-a-friend-or-foe#.
  21. Cappelletti, S., Piacentino, D., Sani, G. & Aromatario, M. Caffeine: cognitive and physical performance enhancer or psychoactive drug? Curr Neuropharmacol 13, 71–88 (2015).
  22. Liang, S., Wu, X. & Jin, F. Gut-Brain Psychology: Rethinking Psychology From the Microbiota–Gut–Brain Axis. Front Integr Neurosci 12, 33 (2018).
  23. Iriondo-DeHond, A., Uranga, J. A., Del Castillo, M. D. & Abalo, R. Effects of Coffee and Its Components on the Gastrointestinal Tract and the Brain-Gut Axis. Nutrients 13, (2020).

 


HUGAÐU AÐ ÞARMAFLÓRUNNI

 

Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni. Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi. Við erum með fjöldann allan af örverum í meltingarvegi, frá munni til endaþarms (1). Þarmaveggir eru þaktir örverum og seigju eða slími (mucin) sem þjónar ákveðnu verndarhlutverki. Þekjuvefsfrumur þarmaveggjanna hafa einnig það hlutverk að koma í veg fyrir bólguviðbrögð þar sem þær eiga í nánum samskiptum við ónæmiskerfi þarmanna ásamt þarmaflóru.

ÞARMAFLÓRAN

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarvegi/þörmum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munni, vélinda, maga, smáþörmum og ristli. Meltingarvegurinn kemst reglulega í snertingu við ytra umhverfi í formi fæðu (1). Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá umhverfinu. Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku örveruflóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Örveruflóran í meltingarveginum hefur bein áhrif á heilsufar okkar, andlega og líkamlega . Þessar örverur hjálpa okkur að brjóta niður fæðið og melta það ásamt því að framleiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Örverurnar framleiða einnig boðefni sem við nýtum okkur.  Sem dæmi má nefna serotonin og dopamin. Heilbrigð þarmaflóra er forsenda heilbrigðrar starfssemi meltingarfæranna ásamt því að hafa áhrif á á taugakerfið, ónæmiskerfið og hormónakerfið (3).

DYSBIOSIS

Örveruflóran í meltingarveginum getur skaðast og kallast það dysbiosis. Einkenni koma þá oftast fram sem óþægindi út frá meltingarvegi s.s. uppþemba, loftmyndun, hægðatregða eða lausar hægðir. Ástæður geta verið margar s.s. slæmt mataræði (4). Ákveðin lyf, t.d. sýklalyf, sýrubindandi lyf eða gigtarlyf, geta stuðlað að dysbiosis en einnig haft slæm áhrif á þarmaveggina (5). Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer frá meltingarvegi út í líkamann (6). Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum (t.d. lípópólísakkaríðum frá bakteríum) í gegn sem getur valdið margþættum vandamálum og leitt til ýmissa sjúkdóma.

GEGNDRÆPI þarmanna

Á milli frumna í þörmunum eru samskeyti sem geta opnast og lokast við ákveðnar aðstæður. Dr Fasano, sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum barna, hefur m.a. starfað við læknadeildina í Harvard. Það var fyrir tilviljun að hann uppgötvaði prótínið zonulin, sem eykur gegndræpi þarmanna, fyrir um 20 árum síðan. Zonulin er framleitt í þörmum spendýra en maðurinn framleiðir þó mest. Zonulin er eina lífeðlisfræðilega “verkfærið” sem vitað er um, sem rýfur tengi í þarmaveggjum (7). Þegar þessi tengi eru rofin eiga mótefnavakar, bæði frá örverum og fæðu, greiðan aðgang að blóðrás. Afleiðingar eru mögulega langvinnar/þrálátar bólgur og sjúkdómar af þeirra völdum hjá ákveðnum hóp af fólki. Samkvæmt rannsóknum veldur glúten (er í hveiti, rúgi og byggi) aukinni framleiðslu á zonulini (8). Einnig sýna rannsóknir að langvarandi streituástand getur haft þessi sömu áhrif. Þar að auki getur dysbiosis aukið framleiðslu á zonulini og þannig stuðlað að þessu aukna gegndræpi (9).

LANGVINNAR bólgur og ýmsir kvillar geta átt upptök sín í þörmunum

Ákveðnar gram-neikvæðar bakteríur í meltingarveginum gefa frá sér efni sem nefnist llípópólýsakkaríð (LPS). Ef þessi efni komast út í blóðrásina geta þau haft óæskileg áhrif á heilsu. Þegar gegndræpi þarmanna er of mikið, þegar tengin opnast of oft eða of lengi í senn, þá eiga m.a. LPS greiðan aðgang að blóðrás og berast þannig um líkamann. Fjöldinn allur af rannsóknum staðfesta óæskileg áhrif LPS á heilsu.

Smáþarmarnir eru þaktir þarmatotum sem hafa það hlutverk að auka yfirborð smáþarmanna til að frásog næringarefna verði sem mest. Sýnt hefur verið fram á að LPS hafa skaðleg áhrif á þessar þarmatotur með þeim afleiðingum að þær rýrna. Það getur leitt til næringarskorts til lengri tíma litið. LPS eykur gegndræpi þarmanna þar sem það stuðlar að aukinni zonulin framleiðslu, og þannig getur LPS viðhaldið langvinnum bólgum og afleiðingum þeirra (10, 11).

Sýnt hefur verið fram á að hægt er að framkalla þunglyndi hjá fólki með því að gefa væga skammta af LPS í æð (12). LPS hefur áhrif á heilann, getur dregið úr framleiðslu á dópamíni og serotoníni og haft skaðleg áhrif á þann hluta heilans sem hefur með minni að gera.

Heiladingull framleiðir stýrihormón fyrir skjaldkirtil sem nefnist TSH. Ef TSH framleiðsla minnkar framleiðir líkaminn ekki nægilega mikið af skjaldkirtilshormónum. Rannsóknir sýna að LPS geta haft letjandi áhrif á TSH framleiðslu (13) en einnig á virkni skjaldkirtilshormóna (líkaminn nær ekki að breyta T4 yfir í virka hormónið T3). Þessi hormón eru nauðsynleg fyrir frumurnar okkar og efnaskipti. Ef efnaskiptin eru hæg sökum hormónaójafnvægis getur það valdið ýmsum vandamálum. Afleiðingarnar geta m.a. verið óeðlileg þreyta, þyngdaraukning og depurð.

Ghrelin er hormón sem er framleitt í meltingarveginum og hefur áhrif á matarlyst. Ghrelin framleiðsla eykst þegar maginn er tómur. Aukin framleiðsla á ghrelini veldur aukinni matarlyst. Ef ghrelinframleiðsla er aukin vegna annarra þátta, t.d. LPS, þá er aukin hætta á ofáti vegna viðvarandi hungurs sem síðan leiðir til óæskilegrar þyngdaraukningar (14).

Leptin er hormón sem er framleitt í fitufrumum. Leptín slekkur á hungri og framkallar seddutilfinningu.  Þegar maginn er fullur þá framleiðir líkaminn leptin og við verðum södd. LPS getur haft áhrif á leptínframleiðslu bæði með því að draga úr framleiðslunni en einnig með því að gera leptínnema ónæma og þannig virkar ekki leptínið sem skyldi (14).

Rannsóknir sýna að LPS eykur streitu og viðheldur streituástandi með því að hafa áhrif á nýrnahettur og kortisól framleiðslu (15). Aukin kortisól framleiðsla til lengri tíma getur haft ýmsar óæskilegar afleiðingar, s.s. kvíða, depurð, höfuðverki, svefnvandamál og þyngdaraukningu.

LPS hefur einnig áhrif á upptöku ákveðinna næringarefna (16).  Sínk er mikilvægt steinefni fyrir líkamann. Skortur á sínki getur t.d. dregið úr framleiðslu á magasýrum og þannig haft áhrif á meltingu og frásog mikilvægra efna. Til lengri tíma getur þetta valdið næringarskorti.  Lágar magasýrur hafa einnig verið tengdar við ofvöxt óhagstæðra örvera í þörmum.

Fjöldinn allur af rannsóknum sýna fram á að LPS stuðla að langvinnum bólgum og svokölluðu “oxidative stress” ástandi, en hvorutveggja er slæmt fyrir líkamann og er undirliggjandi orsök margra þekktra langvinnra sjúkdóma (12,17,18,19,20). Oxidative stress hefur m.a. letjandi áhrif á ATP framleiðslu í frumum líkamans, en það getur komið fram sem orkuleysi og þreyta. LPS dregur úr framleiðslu á andoxunarefninu glutathione, en það er eitt öflugasta andoxunarefni sem til er (21).

VIÐHALD á þarmaflórunni er ævilangt verkefni

Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í líkama okkar og hefur mjög mikið að segja um heilsufar, bæði andlegt og líkamlegt. Inntaka á mjólkursýrugerlum (probiotics) ásamt neyslu á gerlaríku fæði (s.s. jógúrti, súrkáli, kombucha, miso) hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna og meltingarveginn. Mjólkursýrugerillinn Lactobacillus plantarum 299v hefur sérstaklega verið rannsakaður í tengslum við dysbiosis með jákvæðum niðurstöðum og hefur sýnt breiðari verkun en aðrir mjólkursýrugerlar.  Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að neyta hollrar, trefjaríkrar  fæðu sem er án aukaefna ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla. Þannig má draga úr óþægindum út frá meltingarvegi og jafnvel fyrirbyggja langvinnar bólgur og langvinna sjúkdóma.

 


MJÓLKURSÝRUGERLAR VINNA SÉRHÆFÐ STÖRF Í LÍKAMANUM

Screenshot-2017-03-31-16.58.53

MJÓLKURSÝRUGERLAR

Mjólkursýrugerlar (lactic acid bacteria) eru mikilvægar örverur sem eiga þátt í gerjun matvæla.   Slík gerjun á sér t.d stað við framleiðslu á jógúrt, ostum, sýrðu grænmeti og léttvínum. 

Mjólkursýrugerlar hafa áhrif á bragð og áferð matvælanna.  Þeir verja einnig gegn skaðlegum örverum sem stuðla að skemmdum, með myndun mjólkursýru og örverueyðandi efna (bacetiocins) (1).

Mjólkursýrugerjun (lacto-fermentation) er ævagömul aðferð til að auka geymsluþol matvæla.  Án mjólkursýrugerla gætum við t.d. ekki framleitt súrdeigsbrauð, súrar gúrkur, súrkál, sojasósu, léttvín, bjór, osta, jógúrt, kaffi, te eða súkkulaði.  Þessar afurðir eiga það sameiginlegt að vera heilsubætandi ef þeirra er neytt í hæfilegu magni.

Bifidobacterium ásamt Lactobacillus eru dæmi um bakteríur sem framleiða mjólkursýru.  Báðar þessar ættkvíslir baktería hafa heilsueflandi áhrif (2).

Gerjað grænmeti eins og súrkál inniheldur mikið magn af Lactobacillus.  Í gerjunarferlinu fjölga Lactobacillus gerlarnir sér og við það eykst næringargildi fæðunnar (3).  Gerlarnir framleiða t.d. ensím sem auðvelda meltingu ásamt örverueyðandi efni sem geta varið okkur gegn ýmsum kvillum.  Mjólkursýran sem verður til er einstaklega jákvæð fyrir örveruflóru meltingarfæranna og styrkir þarmaveggina (4). 

HVER gerir hvað?

Enn er verið að uppgötva nýjar tegundir gerla og flokkunarkerfi þeirra er í stöðugri þróun (5).  Miklar framfarir hafa átt sér stað í tengslum við greiningu á örverum.  Notast er við raðgreiningar á genum örveranna sem fer fram á rannsóknarstofum.  Vitneskja um viðbrögð bakteríanna við umhverfinu er sífellt að aukast ásamt þekkingu á hvernig samskipti milli örveru og hýsils eiga sér stað.  Í dag vitum við að gen örveranna eiga samskipti við gen hýsils og geta þessi samskipti verið mjög sérhæfð og markviss (6).

LACTOBACILLUS tegundir gegna ólíkum hlutverkum

Lactobacillus er ríki gerla sem telur tugi misleitra tegunda.  Þekktastur er Lactobacillus acidophilus, en hann hefur hefur verið einskonar flaggskip mjólkuriðnaðarins þar sem hann finnst í sýrðum mjólkurafurðum. Lactobacillus hefur verið blásinn upp á kostnað annarra mikilvægra Lactobacillus fjölskyldumeðlima, en án þeirra væri hann ekki til (7).

Lactobacillus plantarum er til að mynda vel þekktur og hefur að geyma marga stofna eða tegundahópa sem hafa verið mis vel rannsakaðir.  Lactobacillus plantarum hefur að geyma stórt genamengi í samanburði við aðra Lactobacillus tegundir sem bendir til meiri aðlögunarhæfni (8,9).  Sem dæmi má nefna Lactobacillus plantarum HEAL9 og Lactobacillus plantarum 299v.

LACTOBACILLUS plantarum HEAL9

Í rannsókn sem gerð var á dýramódelum dró Lactobacillus plantarum HEAL9 úr einkennum sjálfsónæmissjúkdóma og í sumum tilfellum kom gerillinn í veg fyrir einkenni, á meðan Lactobacillus paracasei PCC 101 og Lactobacillus delbrueckii subsp. bulgaricus höfðu engin áhrif á sjúkdómsþróun (10).  Lactobacillus plantarum HEAL9 hefur verið rannsakaður í tvíblinduðum slembuðum rannsóknum.  Hann dregur úr tíðni kvefsýkinga, fækkar veikindadögum, dregur úr alvarleika einkenna og eflir ónæmiskerfið (11).

LACTOBACILLUS plantarum 299v

Lactobacillus plantarum 299v finnst í meltingarvegi mannsins en einnig í mjólkursýrðu grænmeti.  Þessi stofn er ríkjandi í meltingarvegi frá munni til endaþarms og gegnir því mikilvægu hlutverki.  Lactobacillus plantarum 299v er mjög lífsseigur og er flokkaður sem “halotolerant” og þolir t.d. sýrustig frá pH 2.0 – pH 9.0 og allt að 2% gallsýrur (12).  Þetta gerir honum kleift að lifa af í meltingarveginum.  Eins eru örverueyðandi áhrif hans öflug.  Lactobacillus plantarum 299v vinnur m.a. gegn Escherichia coli, Yersinia enterocolitica, Salmonella enterica, Helicobacter pylori, Streptococcus stökkbrigðum og Candida albicans (13,14,15). Hann hefur sterka viðloðunareiginleika og festir sig því gjarnan við slímhúð þarmanna.  Lactobacillus plantarum 299v hefur þá fágætu eiginleika að þétta þarmaveggina og hlúa að þeim svæðum sem geta rofnað við ákveðnar aðstæður (16,17,18).  Hann á því þátt í að styrkja ónæmiskerfi líkamans og koma í veg langvinnar bólgur og þannig dregið úr líkum á að fá langvinna sjúkdóma (19,20).  Lactobacillus plantrum 299v viðheldur heilbrigðum meltingarvegi og hefur verið rannsakaður í tegngslum við truflun á starfssemi þarmanna.  Í tvíblindri rannsókn á sjúklingum með iðraólgu (IBS) dró Lactobacillus plantarum 299v verulega úr sjúkdómseinkennum, einkum uppþembu og kviðverkjum (21).

Í hnotskurn

Mjólkursýrugerla má finna í fæðu og meltingarvegi mannsins.  Þeir hafa heilsueflandi áhrif með því að efla meltingu og frásog næringarefna.  Þeir styrkja ónæmiskerfi líkamans og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru.  Lactobacillus ættkvíslin skiptist í margar tegundir og eru Lactobacillus acidophilus og Lactobacillus plantarum dæmi um slíkar tegundir.  Lactobacillus plantarum má síðan greina í stofna og eru Lactobacillus plantarum HEAL9 og Lactobacilus plantarum 299v vel rannsakaðirStöðugt fleiri rannsóknir sýna hversu sérhæfðir þessir gerlar eru í tengslum við heilsu.  Ef taka á inn mjólkursýrugerla er mikilvægt að afla sér upplýsinga um áhrif þeirra á líkamann, velja tegund í samræmi við það og taka inn í hæfilegu magni.


ÞARMAFLÓRAN - EINSKONAR PERSÓNUSKILRÍKI

 

Picture1-1

ÞARMAFLÓRAN inniheldur upplýsingar um okkur

Þarmaflóran samanstendur af trilljónum örvera sem lifa í meltingarvegi okkar og inniheldur a.m.k. 1000 ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir ríflega 3 miljónum gena sem eru 150 sinnum fleiri en okkar eigin gen. Þarmaflóran vegur um 2 kg. í meðal einstaklingi og einn þriðji þessara baktería er svipaður í okkur öllum meðan tveir þriðju eru sérsniðnir að hverjum og einum. Það má því segja að þarmaflóran okkar sé einskonar persónuskilríki (1).

AF HVERJU er þarmaflóran svona mikilvæg?

Mikilvægur þáttur þarmaflórunnar er að viðhalda heilbrigði þarmanna og verja okkur gegn öðrum óvelkomnum örverum sem geta gert okkur mein. Í raun skapar þarmaflóran stóran sess í ónæmiskerfi okkar með því að vera ákveðin hindrun eða tálmi fyrir þær óvelkomnu örverur sem komast í meltingarveginn og hindrar því útbreiðslu þeirra um líkamann (2,3).

Nýjustu rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki og fjölhæfni þarmaflórunnar jafnist á við heilt líffæri. En þetta líffæri er “áunnið” ef svo má að orði komast, þar sem við fæðumst nánast án þarmaflóru. Fóstur í móðurkviði er með fáar tegundir af bakteríum í meltingarveginum, en strax í fæðingunni fáum við mikinn fjölda af bakteríum sem búa um sig í meltingarveginum til frambúðar (4).

HVENÆR byrjar þarmaflóran að dafna?

Í fæðingunni fara bakteríur frá móður (leggöngum, endaþarmi, húð, brjóstum) og úr umhverfinu (heimafæðing/spítali) um munn barnsins og vaxa síðan og dafnast í meltingarvegi þess. Næringin sem við fáum og umhverfið sem við dveljum í ræður því síðan hvernig þessar bakteríur vaxa og dafna og eru fyrstu 2-3 árin þar mikilvægust. Rannsóknir sýna fram á mun á þarmaflóru barna sem fá brjóstamjólk eða þurrmjólk (5). Flóran sem myndast á þessum fyrstu árum hefur mikið að segja um heilsufar okkar út ævina og bendir margt til þess að ýmsa sjúkdóma á efri árum megi rekja til röskunar á þarmaflóru á unga aldri (6).

HVERNIG þróast þarmaflóran?

Þarmaflóran er að þróast og dafna í okkur alla ævi, frá fæðingu til efri ára. Ólíkir umhverfisþættir hafa áhrif hver útkoman verður. Upp til hópa hafa aldraðir einstaklingar allt aðra flóru en þeir yngri (7). Í raun má segja að megin þorri heilbrigðra einstaklinga hafi svipaða flóru en umhverfisþættir hafa þó áhrif á þróun þarmaflórunnar. Sem dæmi má nefna að Japanir geta melt sjávargróður/þara betur en aðrir.

Flóran getur líka raskast eða skaðast (dysbiosis). Ástæður geta verið margar, t.d. bólgusjúkdómar í þörmum, ofnæmi, offita eða sykursýki (6). Einnig getur notkun ákveðinna lyfja, og þá helst sýklalyfja, skaðað heilbrigða þarmaflóru (8).

Margar rannsóknir benda til þess að góðir gerlar til inntöku (probiotics) og ákveðin efni í fæðunni (prebiotics) geti styrkt og hlúð að þarmaflórunni. Þessir góðu gerlar (probiotics) finnast einnig í gerjuðum mat eins og súrkáli, jógúrti, kefir og kombucha (9).

ÞARMAFLÓRAN og bógur

Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir (þ.m.t. sýkingar) og röskun á örveruflóru þarmanna (dysbiosis) hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun sjálfsónæmissjúkdóma (10,11).  Sjálfsónæmi fer ört vaxandi og eru þekktir yfir 80 sjálfsónæmissjúkdómar. Ekki er vitað með vissu hvað veldur sjálfsónæmi. Ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og mataræði eiga hlut að máli samkvæmt rannsóknum (12). Liðagigt, Crohn´s, MS og sykursýki I eru dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma.  Nýgengi/tíðni þessara sjúkdóma fer vaxandi og hefur National Institute of Health (NIH) áætlað að um 23.5 miljónir Ameríkana þjáist af sjálfsónæmissjúkdómum (13,14). American Autoimmune Related Diseases Association (AARDA) áætlar um 50 miljónir manna séu haldnir sjálfsónæmi af einhverju tagi (15).

AÐ lokum

Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og hefur mjög mikið um það að segja hvernig heilsufari okkar er háttað, andlega og líkamlega, og hvort við þróum með okkur bólgur og/eða sjálfsónæmissjúkdóma.

Birna heldur námskeið um meltingarveginn þriðjudaginn 10 janúar kl 19:00

Nánar um námskeiðið hér

Copyright @ Jörth 2008-2017


MELTINGARVEGURINN OG SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMAR

Konur eru líklegri til að greinast með sjálfsónæmissjúkdóm (75% þeirra sem greinast).  Sjálfsónæmi er ein af tíu algengustu ástæðum fyrir andláti kvenna og barna. 

SJÁLFSÓNÆMI og umhverfisþættir

Sjálfsónæmi fer ört vaxandi og eru þekktir yfir 80 sjálfsónæmissjúkdómar.  Ekki er vitað með vissu hvað veldur sjálfsónæmi.   Ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og mataræði eiga hlut að máli samkvæmt rannsóknum (1).  

Liðagigt, Crohn´s, MS og sykursýki I eru dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma.  Nýgengi/tíðni þessara sjúkdóma fer vaxandi og hefur National Institute of Health (NIH) áætlað að um 23.5 miljónir Ameríkana þjáist af sjálfsónæmissjúkdómum (1,2). American Autoimmune Related Diseases Association (AARDA) áætlar um 50 miljónir manna séu haldnir sjálfsónæmi af einhverju tagi (3).

Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir (þ.m.t. sýkingar) og röskun á örveruflóru þarmanna (dysbiosis) hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun sjálfsónæmissjúkdóma (4,5).

MATARÆÐI og ónæmiskerfið

Síðustu 50 ár hefur fæðan þróast yfir í meira unnar matvörur og þar af leiðandi næringarsnauðari afurðir.  Notkun á skordýraeitri, tilbúnum áburði og erfðabreyttum tilbrigðum hefur aukist.  Í vinnsluferli matvæla er iðulega bætt við aukaefnum til að lengja geymslutíma, gefa “betra” bragð, útlit o.fl.  

Samhliða þessari þróun hefur tíðni sjálfsónæmissjúkdóma eins og liðagigtar, Crohn´s, MS og sykursýki I aukist, sérstaklega í iðnvæddum ríkjum (4,6,7).  Því má ætla að tengsl séu þarna á milli.  Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa t.d. leitt í ljós að neysla á glúten afurðum getur aukið líkur á kvillum í görnum (8) og D vítamín skortur eykur líkur á sjálfsónæmi (9). 

ÓNÆMISKERFIÐ og meltingarvegurinn

Við erum með fjöldann allan af örverum í meltingarvegi, frá munni til endaþarms.  Þarmaveggir eru þaktir örverum og seigju eða slími (mucin) sem þjónar ákveðnu verndarhlutverki (10).  

Þekjuvefsfrumur þarmaveggjanna hafa það hlutverk að koma í veg fyrir bólguviðbrögð þar sem þær eiga í nánum samskiptum við ónæmiskerfi þarmanna ásamt þarmaflóru (11).  Á milli þessara frumna eru samskeyti sem geta opnast og lokast við ákveðnar aðstæður.  Sem dæmi má nefna getur aukin streita, ákveðnar bakteríur í meltingarvegi og glúten haft áhrif á þessa opnun og þannig aukið líkur á sjálfsónæmissjúkdómum hjá viðkvæmum einstaklingum (12,13,14,15). 

MELTINGARVEGURINN og heilsa

Lyfjanotkun (t.d. sýrubindandi lyf, sýklalyf, bólgueyðandi lyf), reykingar, óhóflega neyslu áfengis og tíðni klósettferða (hæðalosun) eru þættir sem hafa áhrif á þarmaflóruna (16,17, 18).  Þessir þættir geta raskað framleiðslu á mótefnavökum sem síðan eykur líkur á sjúkdómum í meltingarvegi (s.s. glútenóþoli og mjólkuróþoli) (13,19).  

Einstaklingar sem greindir eru með glútenóþol eru líklegri til að greinast með sykursýki I og skjaldkirtilsbólgur.  Samkvæmt rannsóknum mælast einstaklingar með glútenóþol og skjaldkirtilsbólgur iðulega með ákveðna  “vanvikni” í þarmaveggjum (20,21,22).  Ef mótefnavakar í þörmum frásogast út í líkamann (sem gerist þegar umrædd vanvirkni er til staðar) getur það valdið bólgum í líkama (23).

HEILSA og mataræði

Eitt af áhrifaríkustu verkfærum til að vinna með heilsu er fæðan.  Það mataræði sem sem við kjósum að neyta hefur áhrif á örveruflóru þarmanna. Hægt er að hafa áhrif á þarmaflóruna með því að gera breytingar á fæði.  Rannsóknir staðfesta að ef skipt er úr hollu grófmeti yfir í fæði sem inniheldur viðbættan sykur ásamt slæmri fitu verður mælanleg breyting á þarmaflóru á aðeins einum degi (24).

Röskun á þarmaflórunni getur leitt til sjúkdóma.   Til dæmis eykur áveðin örvera (segmented lamentous bacterium - SFB) framleiðsla á Th17 frumum í veggjum smáþarma.  Th17 frumur gegna ákveðnu hlutverki hvað varðar sjálfsónæmi (25).  Þannig má segja að þær geri viðkomandi einstakling mótækilegri fyrir sjálfsónæmi og langvarnandi bólgum í líkama.  Þar má t.d. nefna gigtarsjúkdóma og taugasjúkdóma (26,27).

Heilbrigð örveruflóra getur dregið úr sjúkdómseinkennum eða komið í veg fyrir sjúkdóma.  Örveran B.fragilis finnst í þörmum okkar.  Hún getur til dæmis varnað skemmdum á taugaslíðri eða komið í veg fyrir bólgur í meltingarvegi (28,29).  Ef þessi baktería kemst hinsvegar út í líkamann getur hún valdið sýkingum.  Heilbrigt yfirborð þarmaveggja er því mikilvægt.  

ÞARMAFLÓRAN skiptir máli

Ákveðnir þættir s.s. erfðafræði, umhverfi, sýkingar og örveruflóra þarmanna hafa áhrif á myndun sjálfsónæmis.  Þekking á samspili þessara þátta eykst stöðugt.  Rannsóknum, sem sýna hvernig þarmaflóran hefur áhrif á ónæmiserfið alveg frá fæðingu, fjölgar stöðugt. Þessi örveruflóra spilar einnig stórt hlutverk í sjálfsónæmi, innan sem utan meltingarvegar.  Enn er þó mörgum spurningum ósvarað í þessum efnum.  

Að koma í veg fyrir röskun á örveruflóru þarmanna (dysbiosis) er áhrifarík leið til að fyrirbyggja sjúkdóma.  Hollt mataræði, án öfga, er án efa mikilvægur þáttur ásamt reglulegri inntöku mjólkursýrugerla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ÞARMAFLÓRAN – RÉTTIR MJÓLKURSÝRUGERLAR SKIPTA MÁLI!

 

Screenshot-2016-05-04-10.12.43

ÞARMAFLÓRAN

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarvegi/þörmum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munnholi og síðan fjölgar þeim því neðar sem við förum og eru þær flestar í ristlinum.  Meltingarvegurinn er sá hluti líkamans sem kemst í snertingu við ytra umhverfi eins og húðin og lungun.  Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá umhverfinu (1). 

Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku flóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Þarmaflóran hefur bein áhrif á heilsufar okkar, andlega og líkamlega. Bakteríurnar hjálpa okkur að brjóta niður fæðið og melta það ásamt því að framleiða ákveðin vitamín og önnur efni sem eru okkur nauðsynleg.  Heilbrigð þarmaflóra er forsenda heilbrigðrar starfssemi meltingarfæranna (2). 

DYSBIOSIS – röskun á þarmaflórunni

Flóran getur raskast eða skaðast (dysbiosis).  Einkenni koma þá oftast fram sem óþægindi út frá meltingarvegi s.s. uppþemba, loftmyndun, hægðatregða eða lausar hægðir.  Ástæður geta verið margar, t.d. slæmt mataræði (3).  Notkun ákveðinna lyfja, og þá helst sýklalyfja, getur raskað jafnvægi þarmaflóru en einnig haft slæm áhrif á þarmaveggina (4).  Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer frá meltingarvegi út í líkamann.  Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum (t.d. liposaccharides frá bakteríum) í gegn sem getur valdið margþættum vandamálum og leitt til sjúkdóma (5).

Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni.  Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi (6).

IÐRAÓLGA – helstu einkenni

Einkenni iðraólgu (IBS) eru fjölmörg en flestir upplifa eymsli í meltingarvegi sem getur komið fram sem krampi, uppþemba, vindgangur eða óreglulegar hægðir (niðurgangur og/eða harðlífi) (6).  Önnur einkenni geta komið fram sem brjóstsviði, verkur fyrir brjósti, loftmyndun og jafnvel seddutilfinning í upphafi máltíðar.

Við greiningu á IBS er notast við skala (Rome I, II, III eða Manning) en ekki hefur fundist líffræðileg/vefræn ástæða fyrir IBS og því ekki auðvelt að meðhöndla þennan kvilla (7,8).  Rannsóknir sýna að mjólkursýrugerlar geta gert verulegt gagn í tilfellum IBS en einnig þegar kemur að óþægindum útfrá meltingarvegi almennt  (9,10,11,12,13,14).

MJÓLKURSÝRUGERLAR – hvaða gerlar virka?

Margar rannsóknir benda til þess að mjólkursýrugerlar (probiotics) geti styrkt og hlúð að þarmaflórunni, sér í lagi eftir inntöku sýklalyfja (15,16,17).  Einnig geta mjólkursýrugerlar dregið úr líkum á sýkingum þar sem þeir hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið (18,19).  Rannsóknir hafa sýnt jákvæðar niðurstöður á gagnsemi Lactobacillus plantarum 299v (LP299v) til meðhöndlunar á iðraólgu (IBS) (9,10,11).  Í samanburði við aðra gerla, dregur Lactobacillus plantarum 299v bæði meira úr tíðni og einkennum iðraólgu (IBS) og í mörgum tilfellum, leiðir frekar til bata (20).  

Samkvæmt rannsóknum eru einkennandi áhrif Lactobacillus plantarum 299v í meltingarveginum margþætt;

  • Dregur úr einkennum og tíðni á iðraólgu (IBS)
  • Heldur óvinveittum bakteríum í skefjum
    • með því að draga úr viðloðun bakteríanna sjálfra
    • með því að framleiða slím/mucin sem kemur í veg fyrir að bakteríurnar nái að búa um sig í þörmum
  • Kemur í veg fyrir fjölgun sýkla/sjúkdómsvaldi (pathogen)
  • Eykur hlutfall lactobacilli í þörmunum

MJÓLKURSÝRUGERILLINN Lactobacillus plantarum 299v (LP299v) gegn iðraólgu

Lactobacillus plantarum 299v er ein tegund af Lactobacillus gerlunum og hefur bein áhrif á meltingarveg mannsins og er öruggur til inntöku fyrir viðkvæma hópa fólks (21,22) og því ekkert sem mælir gegn því að þeir sem eru með skerta ónæmisstarfssemi (23,24) noti LP299v.    

ÞARMAFLÓRAN skiptir máli

Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og hefur mjög mikið að segja um heilsufar okkar, bæði andlegt og líkamlegt.  Inntaka á mjólkursýrugerlum (probiotics) hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna.  Lactobacillus plantarum 299v hefur sérstaklega verið rannsakaður í tengslum við iðraólgu (IBS) með jákvæðum niðurstöðum.  LP 299v hefur sýnt breiðari verkun en aðrir mjólkursýrugerlar. 

Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að neyta hollrar fæðu ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla.  Þannig má draga verulega úr líkum á óþægindum út frá meltingarvegi og jafnvel fyrirbyggja sjúkdóma.

 

 

 

 

 


SÝKLALYF EÐA GÓÐIR GERLAR?

Screen-Shot-2015-11-25-at-00.02.08

Sýkingar og smitsjúkdómar eru ört vaxandi vandamál sem varðar okkur öll.  Sýklalyf eru gjarnan notuð til að vinna bug á sýkingum.  Sýklalyfjaónæmi fer ört vaxandi og er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans.  Embætti forseta Bandaríkjanna hefur gripið til aðgerða og fyrr á þessu ári kom út skýrsla sem fjallar um alþjóðlega aðgerðaáætlun til að bregðast við ástandinu (1).

SÝKINGAR og smitsjúkdómar

Um heim allan látast miljónir manna á hverju ári af völdum sýkinga og smitsjúkdóma.  Börn fá að meðaltali sex til átta vírussýkingar í öndunarfæri árlega (2).  Sýkingar í öndunarfærum eru ein algengasta ástæða fyrir heimsókn til læknis og um 75% af notkun sýklalyfja er vegna öndunarfærasýkinga (3,4).  Niðurgangur af völdum garna- og iðrasýkinga er næst algengasta dánarorsök barna undir fimm ára aldri og dregur um 760,000 börn árlega til dauða (5).

MEÐHÖNDLUN sýkinga og smitsjúkdóma

Oft á tíðum ræður líkaminn við sýkingu eða smitsjúkdóm með sínum náttúrulegu vörnum.  Ef þessar varnir þ.e. ónæmiskerfið, ráða ekki við vandamálið, þarf að meðhöndla viðkomandi með lyfjum.  Sýklalyf eru algengust í þessu samhengi.

SPÍTALASÝKINGAR eru alvarlegt vandamál

Spítalasýkingar eru vaxandi vandamál sem ógna ekki bara öryggi sjúklinga heldur einnig öryggi starfsfólks heilbrigðisstofnana (6).   Hundruð milljóna sjúklinga fá spítalasýkingar árlega sem leiða til aukinnar dánartíðni og stórfellds efnahagstjóns um heim allan.  Af hverjum 100 innlögðum sjúklingum, fá sjö a.m.k. eina tegund spítalasýkinga (7).

SÝKLALYFJAÓNÆMI er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans

Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til aukinnar tíðni spítalasýkinga ásamt sýklalyfjaónæmum bakteríum.  Fjölónæmar bakteríur hafa auk þess skotið upp kollinum og eiga sök á aukinni sjúkóma- og dánartíðni.

Árlega látast um 50,000 manns í Evrópu og Bandaríkjunum af völdum sýklalyfjaónæmis.  Gert er ráð fyrir að árið 2050 verði þessi tala komin upp í um 10 milljónir árlega (8) verði ekki gripið til aðgerða.  Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur nú fyrirskipað að ofnotkun sýklalyfja verði tekin föstum tökum (9,10).

SÝKLALYF eða góðir gerlar (probiotics)?

Samkvæmt rannsóknum ræður líkaminn við flestar sýkingar í efri hluta öndunarvegar (upper respiratory tract infections) og því ekki þörf á að notast við sýklalyf (11).  Í vandaðri rannsókn (Cochrane Systematic Reveiw) var sýklalyfjanotkun rannsökuð í tengslum við slíkar sýkingar (12).  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að notkun sýklalyfja ætti að vera val frekar en ófrávíkjanleg regla, a.m.k. þegar ekki er um bráðatilfelli að ræða.

Samskonar rannsóknir (Systematic Reviews), sem skoða fæði (prebiotics) og góða gerla (probiotics) sýna að hægt er að leiðrétta óhagstæða þarmaflóru t.d. eftir notkun sýklalyfja (13).

Rannsóknir sýna fram á fyrirbyggjandi áhrif góðra gerla gegn sýkingum í efri hluta öndunarvegar (14).  Draga má úr líkum á sýkingum og drepi eftir uppskurð og einnig sýna fjölmargar rannsóknir fram á fyrirbyggjandi áhrif góðra gerla gegn sýkingum og drepi í þörmum fyrirbura (15,16).

ÓNÆMISKERFI líkamans er að mestum hluta í meltingarveginum

Meltingarvegurinn býr yfir margþættu varnakerfi sem ver okkur gegn sýkingum.  Þar spilar þarmaflóran stórt hlutverk.  Ef jafnvægi þarmaflóru raskast getur það leitt til sjúkdóma.   Röskun á þessari mikilvægu örveruflóru meltingarfæranna getur einnig haft aðrar afleiðingar.  Tilfærsla sýkla getur átt sér stað sem síðan getur leitt af sér sýkingar í öðrum líkamshlutum eins og öndunarfærum (ásamt kinn- og ennisholum), húð og kynfærum.

SKYNSAMLEGAST að koma í veg fyrir sýkingar

Besta leiðin til að styrkja ónæmiskerfið er að byggja upp sterka og öfluga þarmaflóru með réttu fæði (prebiotics) og inntöku á góðum gerlum (probiotics).

Fjöldi rannsókna sýna fram á að hægt er að draga úr líkum á eða koma í veg fyrir sýkingar ásamt því að draga úr aukaverkunum lyfja, sér í lagi sýklalyfja, með inntöku á góðum gerlum.  Sem dæmi má nefna Lactobacillus rhamnosu GG, Lactobacillus casei og Saccharomyces bulardii (17).

Hollt mataræði ásamt reglulegri inntöku á góðum gerlum er góð forvörn gegn sýkingum og smitsjúkómum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ÞARMAFLÓRAN - HEFUR HÚN ÁFHRIF Á SVEFN?

Screenshot 2015-10-20 14.31.39

Það þjást að meðaltali um 30% einstaklinga af svefnleysi einhvern hluta ævinnar. Svefn er mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri heilsu.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefn og þarmaflóra hafa veruleg áhrif hvort á annað. 

TAUGAKERFIÐ - meltingarvegurinn og þarmaflóran

Maðurinn á í samhagsmunalegu (symbiotic) sambandi við þær örverur sem búa í meltingarvegi hans.  Það er alltaf að koma betur í ljós hversu miklu þessar örverur ráða þegar kemur að heila- og taugastarfssemi og almennri líðan (1, 2, 3). 

Stanslaus samskipti eiga sér stað milli heila og garna og spilar þarmaflóran þar stórt hlutverk (gut-brain-microbitoa-axis). Taugakerfið og örveruflóra þarma vinna saman flókin störf (4).  Röskun á þessari örveruflóru eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og hefur áhrif á svefn og svefngæði. 

VAGUSTAUG - boðberi alls

Taugakerfið hefur með skynjun að gera, hreyfistarfssemi og hversu vel meltingarfærin starfa.  Þarmaflóran hefur áhrif á hversu mikið af bólgumyndandi og bólgueyðandi frumuboðum fer út í líkamann.  Þessi frumuboðar hafa bein áhrif á heilann með þátttöku Vagustaugar, sem er hluti miðtaugakerfis (4).

EFNASKIPTI og svefn

Sýnt hefur verið fram á að svefnrof, sem er t.d. algengt vandamál þegar kemur að kæfisvefni, hefur áhrif á neysluvenjur.  Svefnrof raskar einnig þarmaflórunni, hagstæðum bakteríum fækkar á meðan óhagstæðum bakteríum fjölgar.  Þetta tvennt eykur líkur á fitusöfnun, einkum kviðfitu, og efnaskipavandamálum (sykursýki II, hækkaðri blóðfitu og háþrýsting).  Þessi einkenni geta síðar leitt til offitu, efnaskiptasjúkdóma og ýmissa bólgusjúkdóma (5). 

SVEFN og ofþyngd

Súrefnisþurrð getur haft áhrif á líkamsþyngd (5).  Í rannsókn sem var gerð á músum kom í ljós að þegar mýsnar fengu minnkað magn súrefnis, sambærilegt og gerist í kæfisvefni, hafði það veruleg áhrif á heilbrigði þarmaflóru þeirra. Hlutföll Firmicutes jukust á kostnað Baceroidetes.  Firmicutes ná meiri orku út úr fæðinu (eykur líkur á ofþyngd) ásamt því að draga úr/hægja á fitubrennslu (6).

MATARÆÐI - lífsklukkan og sjúkdómar

Að snúa sólahringnum við eða að “rugla líkamsklukkunni” getur raskað þarmaflórunni og haft áhrif á efnaskipti líkamans (7).  Fæðið ræður því hversu vel eða illa við höndlum slíka breytingu. 

Örverur í meltingarvegi skynja hvað, hvenær og hve mikið af fæðu er neytt.  Þær framleiða efnaskiptaboðefni í framhaldi af því.  Þar af leiðandi hefur fæði sem inniheldur hátt hlutfall sykurs og slæmrar fitu (high-fat, high-sugar Western-type diet) slæm áhrif, þar sem önnur boðefni eru framleidd en þegar hollrar fæðu er neytt.  Afleiðingin er þá m.a. offita (7).

Röskun á lífeðlislegri starfssemi (circadian rythm) hjá t.d. vaktavinnufólki og öðrum þeim sem snúa sólahringnum við eykur líkur á bólgusjúkdómum og ofþyngd.

MATARÆÐI skiptir máli

Mataræði hefur áhrif á samsetningu þarmaflóru. Heilbrigð þarmaflóra ásamt inntöku á góðum gerlum (probiotics) hefur áhrif á heilsu, dregur úr og getur komið í veg fyrir bólgusjúkóma auk þess að  hafa jákvæð áhrif á svefn og svefngæði.


ÞARMAFLÓRAN - HEFUR GLÚTEN EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Screenshot 2015-10-13 10.00.27

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR GLÚTEN EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Þarmaflóran er samsett úr yfir 1000 tegundum örvera sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að heilsu mannsins.  Þessar ríflega eitt þúsund tegundir örvera vega um eitt og hálft til tvö kíló í meðal manni og hefur fæðið okkar áhrif á hvernig þær þrífast og dafna.  

GLÚTEN - ofnæmi og óþol

Glúten er samheiti fyrir prótín sem finnast í hveiti, byggi, rúg og mögulega höfrum (tengist framleiðsluferli hafra).  Áætlað er að um 1% vesturlandabúa þjáist af glútenofnæmi.  Algengt er að glútenofnæmi sé vangreint eða greint of seint, allt að 6-11 árum eftir að einkenni byrja að eiga sér stað.  Einkenni geta verið margvísleg en uppþemba, niðurgangur og ýmis óþægindi út frá meltingarvegi eru algengust sem síðar leiða til næringarskorts, ef ekkert er að gert.  Einkenni geta líka verið óbein eða ekki út frá meltingarvegi, eins og t.d. húðvandamál (1).

Glútenóþol er talið vera mun algengara en glútenofnæmi.  Erfitt er að greina glútenóþol svo vel sé og þess vegna ekki einfalt að áætla hversu margir eru að kljást við glútenóþol í raun.  Líkur eru á að 0.5 - 13% vesturlandabúa þjáist af glútenóþoli.  Einkenni glútenóþols geta verið mjög margbreytileg og koma oft eftir neyslu á glútenríkum afurðum eins og hveiti (2). 

GLÚTEN og melting

Magasýrur brjóta niður prótín, þ.m.t.  glúten og briskirtillinn framleiðir ensím sem brýtur einnig niður glúten.  Framleiðslugeta briskirtils veltur að hluta til á hve vel maginn stendur sig.  Ef skortur er á magasýrum (margar ástæður geta valdið því) fara þessir prótínhlutar kornsins niður í þarmana og valda vandamálum s.s. ofvexti á óæskilegum örverum (3, 4).  Ef magasýrur eru of háar hefur það letjandi áhrif á framleiðslu mikilvægra ensíma og gallvökva sem einnig leiðir til ofvaxtar á örverum í þörmum (5). 

GLÚTEN og þarmaflóran

Glúten sem fer “illa melt” niður í þarmana getur valdið óþoli.  Ástæðan felst m.a. í ofvexti á óæskilegum örverum (4).  Sýnt hefur verið fram á að ákveðnar örverur geta aukið líkur á glútenofnæmi og því getur þetta orðið vítahringur óþols og ofnæmis.  Candida albicans er dæmi um örveru sem getur fjölgað sér í þörmunum og þannig valdið óþægindum.  C. albicans getur bundist ákveðnum prótínum í þörmum sem síðan getur leitt til ónæmisviðbragða (cross-reactivity) sem er alveg hliðstætt því sem gerist í glútenofnæmi.  Þetta þýðir að viðkvæmur einstaklingur (erfðafræðilega móttækilegur) getur þróað glútenofnæmi út frá ofvexti á C.albicans (6).

GLÚTEN og sjúkdómar

Annarskonar áhrif glútens eru einnig þekkt.  Þegar glúten kemur niður í smáþarmana eykur það framleiðslu á prótíni í þörmunum sem nefnist zonulin.  Með framleiðslu á zonulini eykst gegndræpi þarma, þ.e. samskeyti frumna gliðna og hleypa prótínum út í blóðrásina.  Hjá viðkvæmum einstaklingum getur þá glúten valdið óæskilegum áhrifum í líkamanum, s.s. bólgum í vefjum eða geðhrifum (7, 8). 

Glútenóþol getur átt sér stað án þess að um einkenni út frá meltingarvegi sé að ræða og geta einkenni t.d. komið fram í taugakerfi.  Glútenóþol hefur verið rannsakað í tengslum við ýmsa sjúkdóma s.s. Multible Sclerosis (MS) (9), einhverfu (ASD) (10) auk geðsjúkdóma.

GLÚTENLAUST eða ekki glútenlaust?

Þegar um glútenofnæmi er að ræða valda glútenprótínin sjálfsónæmisviðbrögum sem koma fram sem skemmdir í þramaveggjum einstaklingsins og verður þá að hætta neyslu á glúteni til frambúðar.

Glútenofnæmi fer ört vaxandi.  Í Bandaríkjunum hefur tíðni þess aukist fimmfalt síðustu áratugi (11, 12), fjórfaldast í Bretlandi (13) og tvöfaldast í Finnlandi (14) svo dæmi séu tekin.  Möguleg skýring er aukin notkun sýklalyfja ásamt vaxandi neyslu á unnu og næringarsnauðu fæði.  Hvorutveggja hefur skaðleg áhrif á örveruflóru meltingarvegar. 

Ef líkur eru á glútenofnæmi þarf að leita til læknis og fá úr því skorið.  Þegar grunur á óþoli er fyrir hendi, er hægt að sleppa því að neyta glútenafurða í nokkrar vikur og kanna þannig hvort einkenni minnki eða hverfi.  Engin þekkt skortseinkenni fylgja glútenlausu fæði ef fjölbreytni er fylgt í fæðuvali (15).

Þarmaflóran hefur mikið um það að segja hvaða áhrif fæði hefur á heilsu. Röskun á þessari mikilvægu örveruflóru getur ýtt undir sýkingar í líkamanum og aukið líkur á ofnæmum og óþolum hjá ákveðnum hóp af fólki. 

Heilbrigð þarmaflóra getur komið í veg fyrir sýkingar, ofnæmi og óþol.

 

 


ÞARMFAFLÓRARN - HEFUR SYKUR EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Screen-Shot-2015-09-09-at-19.03.34

 

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR SYKUR EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Sú fæða sem við veljum okkur daglega hefur áhrif á örverur sem lifa í meltingarvegi okkar.   Þessar örverur nærast og dafna á því fæði sem við látum ofan í okkur og val okkar á fæði ræður því hvaða örverur dafna best.

SYKUR er unnin fæða

Með aukinni tækni í næringarvísindum, efnafræði ásamt vaxandi framleiðslugetu hafa framleiðsluaðferðir sykurs þróast frá því að vera einungis unninn úr sykurrófum eða sykurreyr yfir í ódýrari og lélegri afurðir eins og kornsýróp (high-fructose corn syrup-HFCS) og “hitaeiningasnauðan” gervisykur.  Allur unninn eða viðbættur sykur skaffar auka orku og er í raun óþarfur í fæði okkar, þar sem þessar afurðir færa okkur engin nauðsynleg næringarefni.

HVAÐA jarðveg/flóru ertu að næra?

Við erum með örverur í meltingarveginum, frá munni og alla leið niður í ristil/endaþarm.  Ristillinn hefur að geyma hlutfallslega langflestar örverur og eru Bacteroides, Actinobacteria, Firmicutes og Proteobacteria fjölmennastar.  Nýlega hefur tekist að flokka þessar bakteríur enn frekar eftir efnaskiptagetu sem fer fram eftir háþróuðum þverlægum stigskipunum þessara baktería (1). 

Þannig hefur verið hægt að finna enn frekar hvert sérsvið þeirra er og njörva niður hvernig bakteríurnar hafa áhrif á efnaskiptin okkar.  Meðal annars ræður fjölbreytileiki þessara baktería hversu vel eða illa við meltum fæðuna og hvort hún síðan byggir okkur upp eða jafnvel skaðar. 

Það er einstaklingsbundið hvaða orku/hitaeiningar við erum að fá út úr fæðinu sem við neytum.  Þarmaflóran ræður þar miklu en hefur einnig mikið um það að segja hversu heilir eða þéttir þarmaveggirnir eru.   Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer út í líkamann.  Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir, hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum (t.d. liposaccharides frá bacterium) þar í gegn (2).

ÞARMAFLÓRAN, sykurát og óþol

Óþol og ofnæmi eru sífellt að aukast, bæði hjá börnum og fullorðnum.  Sumir telja sig finna fyrir óþægindum af hveiti meðan aðrir finna að glúten gerir þeim ekki gott.  Ástæðan getur einfaldlega verið sú að þarmaflóran hefur ekki nóg af þeim tilteknum örverum sem þarf til að brjóta niður og melta þessar afurðir.  Ástæðurnar geta verið óteljandi margar, en ofneysla á sykri er ein, þar sem sykur nærir t.d. sveppi og aðrar óæskilegar örverur (3). 

GERVISÆTA umbreytist í orku

Rannsóknir hafa ekki sýnt fyllilega fram á hvað verður um gervisætu í meltingarveginum.  Það er margt sem bendir til þess að bakteríur í þörmum, sér í lagi í ristlinum, gerji þessa afurð og búi þannig til orku úr gervisykrinum með framleiðslu á ákveðnum fitusýrum (SCFAs) sem síðan skaffa okkur orkuÞað er ekki hægt að fullyrða að gervisæta innihaldi fáar sem engar hitaeiningar (4).

SYKUR og bólgur í líkama

Rannsóknir sýna fram á að langvarandi bólgur geta leitt til langvinnra sjúkdóma.    Sýnt hefur verið fram á tengsl bólgusjúkdóma í meltingarvegi og neyslu sykurs og annarra kolvetna.  Rannsóknir sýna einnig fram á að langvarandi bólgur og síendurteknar sýkingar hafa skaðleg áhrif á upptöku og nýtingu á sykri (5, 6).

Sýnt hefur verið fram á tengsl langavarandi bólguvandamála og krabbameina og/eða annarra langvinnra sjúkdóma (7).  Röng samsetning á þarmaflóru getur valdið ofþyngd og langvarandi bólgum með tilheyrandi vandamálum, s.s. aukinnar matarlystar og ótímabærri öldrun (8).  

SYKUR og taugakerfið

Neysla á sykri hefur verið rannsökuð í tengslum við hegðun.  Sýnt hefur verið fram á breytta hegðun og jafnvel auknar líkur á geðrænum vandamálum.   Sem dæmi má nefna eru aukin streituviðbrögð, ofvirknihegðun og einbeitingarskortur (9, 10).  

Í UPPHAFI skyldi endinn skoða

Það er ekki nóg að telja hitaeiningar eða bara forðast sykur.  Skoða þarf hlutina í samhengi og að muna að enginn er eins.  Það er mikilvægt reyna að byggja upp góða þarmaflóru með réttu mataræði.  Það ætti að vera sem mest óunnið fæði og án allra aukaefna. 

Það sem við látum ofan í okkur verður að þeim jarðvegi sem við erum að rækta í þörmunum okkar.  Við ættum að velta því fyrir okkur hvað það er sem við viljum byggja upp og rækta innra með okkur  þegar við veljum okkur mat á diskinn. 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband