ÞARMAFLÓRAN - HEFUR HÚN ÁFHRIF Á SVEFN?

Screenshot 2015-10-20 14.31.39

Það þjást að meðaltali um 30% einstaklinga af svefnleysi einhvern hluta ævinnar. Svefn er mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri heilsu.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefn og þarmaflóra hafa veruleg áhrif hvort á annað. 

TAUGAKERFIÐ - meltingarvegurinn og þarmaflóran

Maðurinn á í samhagsmunalegu (symbiotic) sambandi við þær örverur sem búa í meltingarvegi hans.  Það er alltaf að koma betur í ljós hversu miklu þessar örverur ráða þegar kemur að heila- og taugastarfssemi og almennri líðan (1, 2, 3). 

Stanslaus samskipti eiga sér stað milli heila og garna og spilar þarmaflóran þar stórt hlutverk (gut-brain-microbitoa-axis). Taugakerfið og örveruflóra þarma vinna saman flókin störf (4).  Röskun á þessari örveruflóru eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og hefur áhrif á svefn og svefngæði. 

VAGUSTAUG - boðberi alls

Taugakerfið hefur með skynjun að gera, hreyfistarfssemi og hversu vel meltingarfærin starfa.  Þarmaflóran hefur áhrif á hversu mikið af bólgumyndandi og bólgueyðandi frumuboðum fer út í líkamann.  Þessi frumuboðar hafa bein áhrif á heilann með þátttöku Vagustaugar, sem er hluti miðtaugakerfis (4).

EFNASKIPTI og svefn

Sýnt hefur verið fram á að svefnrof, sem er t.d. algengt vandamál þegar kemur að kæfisvefni, hefur áhrif á neysluvenjur.  Svefnrof raskar einnig þarmaflórunni, hagstæðum bakteríum fækkar á meðan óhagstæðum bakteríum fjölgar.  Þetta tvennt eykur líkur á fitusöfnun, einkum kviðfitu, og efnaskipavandamálum (sykursýki II, hækkaðri blóðfitu og háþrýsting).  Þessi einkenni geta síðar leitt til offitu, efnaskiptasjúkdóma og ýmissa bólgusjúkdóma (5). 

SVEFN og ofþyngd

Súrefnisþurrð getur haft áhrif á líkamsþyngd (5).  Í rannsókn sem var gerð á músum kom í ljós að þegar mýsnar fengu minnkað magn súrefnis, sambærilegt og gerist í kæfisvefni, hafði það veruleg áhrif á heilbrigði þarmaflóru þeirra. Hlutföll Firmicutes jukust á kostnað Baceroidetes.  Firmicutes ná meiri orku út úr fæðinu (eykur líkur á ofþyngd) ásamt því að draga úr/hægja á fitubrennslu (6).

MATARÆÐI - lífsklukkan og sjúkdómar

Að snúa sólahringnum við eða að “rugla líkamsklukkunni” getur raskað þarmaflórunni og haft áhrif á efnaskipti líkamans (7).  Fæðið ræður því hversu vel eða illa við höndlum slíka breytingu. 

Örverur í meltingarvegi skynja hvað, hvenær og hve mikið af fæðu er neytt.  Þær framleiða efnaskiptaboðefni í framhaldi af því.  Þar af leiðandi hefur fæði sem inniheldur hátt hlutfall sykurs og slæmrar fitu (high-fat, high-sugar Western-type diet) slæm áhrif, þar sem önnur boðefni eru framleidd en þegar hollrar fæðu er neytt.  Afleiðingin er þá m.a. offita (7).

Röskun á lífeðlislegri starfssemi (circadian rythm) hjá t.d. vaktavinnufólki og öðrum þeim sem snúa sólahringnum við eykur líkur á bólgusjúkdómum og ofþyngd.

MATARÆÐI skiptir máli

Mataræði hefur áhrif á samsetningu þarmaflóru. Heilbrigð þarmaflóra ásamt inntöku á góðum gerlum (probiotics) hefur áhrif á heilsu, dregur úr og getur komið í veg fyrir bólgusjúkóma auk þess að  hafa jákvæð áhrif á svefn og svefngæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband